Sagan

Adolfi Smith stofnaði Þvottahús A. Smith árið 1946. Hann hafði séð um kyndiklefann á Landspítalanum en sú vinna hentaði honum ekki. Adolf ákvað því að setja upp þvottahús þegar vinur hans benti honum á nýlega innfluttar þvottavélar sem sátu á hafnarbakkanum við Reykjavíkurhöfn. Adolf átti marga góða vini sem lánuðu honum aur til að starta fyrirtækinu. Reksturinn gekk vel og var A. Smith með hátt í 20 starfsmenn þegar mest lét. Þvottahúsið þvoði allan þvott fyrir t.d. Hótel Sögu, Hótel Hotel, Eimskip og mörg fleiri fyrirtæki í gegnum árin. Þvottahúsið hefur alla tíð verið staðsett í kjallaranum á Bergstaðastræti 52 alveg þangað til nýlega. En núverandi staðsetning er við Fiskislóð 65.

Í gegnum árin hefur A. Smith sérhæft sig í vönduðum vinnubrögðum fyrir hótel, einstaklinga, veitingastaði, gistiheimili og alla þá sem þurfa að láta þvo fyrir sig. Sérstök áherslu er lögð á dúka og rúmföt.

Við þvoum einnig sængur, kodda, skyrtur, fatnað, svefnpoka, dúx dýnur, tuskur, kokkaföt, svuntur og allt annað sem má þvo.

Við leigjum einnig hágæða dúka í veislur og lúxus lín til hótela eftir nánara samkomulagi.