Sagan

Þvottahús A. Smith var stofnað af afa mínum, Adolfi Smith, árið 1946. Hann hafði séð um kyndiklefann á Landspítalanum en sú vinna hentaði honum ekki. Adolf ákvað því að setja upp þvottahús þegar vinur hans benti honum á nýlega innfluttar þvottavélar sem sátu á hafnarbakkanum við Reykjavíkurhöfn. Eða svo segir sagan.

Í gegnum tíðina hefur A. Smith þvegið fyrir lítil og stór hótel, einstaklinga, veitingastaði og alla þá sem þurfa að láta þvo fyrir sig. Við sérhæfum okkur í dúkum og rúmfatnaði sérstaklega sparidúkum t.d. blúndudúkum.

Við þvoum einnig sængur, kodda, skyrtur, fatnað, svefnpoka, dúx dýnur, tuskur, kokkaföt, svuntur og allt annað sem má þvo.

Við seljum einnig lín fyrir hótel og veitingastaði ásamt vönduðum rúmfötum frá Ítalíu og sparidúkum frá Frakklandi. Allt vandaðar vörur og þekkt merki. Allir verðflokkar en bara fyrsta flokks gæði.

husid